Innskráning í Karellen
news

Páskaskraut í undirbúningi

19. 03. 2024

Að blása úr ósoðnu hænueggi er gamall og skemmtilegur siður sem oft var gerður hér áður fyrr. Þetta voru drengir á Gulakjarna að gera nú í síðustu viku og var mikið stuð og stemming á meðan þeir voru að vinna í þessu. Mikla einbeitingu og tækni þarf í svo vandasamt verk. :) Síðan máluðu þeir eggið og fóru með heim og voru þar með komnir með þetta fína páskaskraut. Eggin eru svo sannarlega nytsamleg í fleira en bara að sjóða og borða. Sannkölluð páskaegg í þetta skipti :)

© 2016 - Karellen