Innskráning í Karellen

Aðlögun

Miðað er við að aðlögun taki fimm daga eða lengur, allt eftir því hvernig gengur. Aðlögun byrjar á klukkustundar heimsókn fyrsta daginn og lengist tíminn smá saman þegar líður á aðlögunina. Barn og foreldrar kynnast leikskólanum, kjarnanum, starfsfólkinu og barnahópnum. Með góðum aðlögunartíma aukast tengslin milli foreldra og starfsfólks.

Aðlögun á milli kjarna sjá hópstjórar um og er það ýmist fyrir eða eftir sumarfrí. Þegar barn er aðlagað á nýja kjarnanum kíkja foreldrar á það á nýja staðnum að aðlögun lokinni.


© 2016 - Karellen