Innskráning í Karellen

Að koma og fara

Í upphafi dags fylgja foreldrar börnunum inn á kjarna, taka til föt fyrir útiveru dagsins og setja í hólf barnsins. Í lok dags geta foreldrar séð á töflu í forstofu hvort barn er í útiveruvali eða innivali.

Þegar börnin eru sótt er mikilvægt að ganga frá í hólfinu, setja þurr föt í töskuna í efstu hillunni og taka blaut föt með heim til þurrkunar.

Mikilvægt er að foreldrar láti vita af því ef annar en þeir sækja börnin hvort sem það er í upphafi dags eða með skilaboðum í Karellen. Til þess að mega sækja barn í skólann þarf viðkomandi að vera orðinn 12 ára gamall.

© 2016 - Karellen