Innskráning í Karellen
news

Jólin kvödd :)

05. 01. 2024

Í dag 5. janúar þá kveðjum við jólin með formlegum hætti hér á Hólmasól enda er 6. janúar á morgun síðasti dagur jóla. Við tökum sporið og syngjum og dönsum kringum jólatréið á söngfundartíma. Þetta er frábær upphitun fyrir jólaballið sem foreldrafélagið okkar stendur fyrir eftir skóla í dag. Eins og áður hefur komið fram þá verður það ball haldið í Brekkuskóla og stendur frá kl. 16:15-17:30 í dag.

© 2016 - Karellen