Innskráning í Karellen
news

Öskkudagur

14. 02. 2024

Öskudagur og allir mættu í sínu fínasta búningapússi í skólann. <3 Þetta er alltaf dásamlegur dagur hér hjá okkur og mikil tilhlökkun fyrir þessum degi. Börnin fóru um skólann í hópunum sínum og sungu fyrir hvort annað. Alltaf er þó skemmtilegast að koma við í eldhúsinu og fá einn súkkulaðimola að launum fyrir sönginn. Mikill söngur og dans tilheyra þessum degi, ýmist á Miðstöðinni okkar eða inn á einingum. Eflaust geta foreldrar fangað stemminguna með myndaskoðun í Karellen.

© 2016 - Karellen