Innskráning í Karellen
news

Bókasafnsbangsi í heimsókn :)

18. 01. 2024

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn eins og svo oft áður. Bókasafnsbangsinn kom til okkar og fór um húsið. Hann hitti yngstu börnin inn á kjörnum fyrst og spjallaði við þau og hitti svo þau eldri á Miðstöð eftir það. Börnin tóku mjög vel á móti þessum frábæra gesti sem hvatti þau til að heimsækja bókasafnið og kíka á bækur þar. Svo það sé sagt hér þá eru hópstjórar hér í húsi mjög duglegir að labba á bókasafnið og kynna fyrir börnum þá dásemd sem bókasafn er. :)

© 2016 - Karellen