Innskráning í Karellen
news

Dagur leikskólans 6. febrúar

06. 02. 2024

Dagur leikskólans er í dag 6. febrúar. Það er löng hefð fyrir því að börnin á Hólmasól teikni myndir og færi nágrönnunum. Hóparnir fara með hópstjóranum sínum og setja fallegar myndir inn um bréfalúgur í nágrenni skólans með góðri kveðju frá Hólmasólarbörnum. Þetta hefur mælst vel fyrir og nágrannar hafa látið vita um þessa fallegu hefð sem þeim líkar svo vel. <3

© 2016 - Karellen