Innskráning í Karellen

Forstofur

Hver eining hefur sína forstofu og hvor kjarni sinn hluta hennar, forstofurnar eru merktar hverri einingu fyrir sig. Töskur barnanna mega vera í efstu hillunni í hólfinu alla vikuna en fara heim í lok viku. Hangandi snaga og neðri hillu þarf að tæma daglega, þurr föt geta farið í töskuna í efstu hillu en taka þarf blaut föt með heim til þurrkunar. Foreldrar setja föt í hólf barnana að morgni og velja þá viðeigandi fatnað miðað við veður. Föt sem eru í hólfum og töskum eru þau föt sem eru í boði að nota í skólanum. Útifötin þurfa að vera þannig að barnið eigið auðvelt með að klæða sig sjálft til að stuðla að sjálfsbjörg. Skófatnaður þarf að vera við hæfi og nauðsynlegt að hafa stígvél alltaf með því sull úti er mjög skemmtilegt. Við forstofu kjarna barnsins er kjarnatafla þar sem má nálgast hinar ýmsu upplýsingar, s.s. hvað gert var í hópatímum dagsins og aðrar mikilvægar tilkynningar.


© 2016 - Karellen