Innskráning í Karellen
news

Lota 4. Jákvæðnilota

12. 01. 2024

Við byrjum nýtt ár með því að stökkva hress og kát inn í Jákvæðnilotuna sem er lota 4 í kennslulotunum okkar. Lotulyklar hennar eru: Ákveðni, hreinskiptni, bjartsýni og gleði. Við æfum okkur í jákvæðni og vinnum með gleðina og æfum hana með öllum tilteknum ráðum og hugmyndum og þar má t.d. nefna söng og hreyfingu. Þetta tvennt ýtir hressilega við boðefnum heilans sem valda taugafræðilegri gleði. Börnin æfast í að setja mörk fyrir sjálfan sig og geta tjáð sig um það.

© 2016 - Karellen