Þriðjudaginn 13. júní heldur foreldafélagið sína árlegu sumarhátíð hér á Hólmasól. Stuðið byrjar 10:30 og stendur til klukkan 12:00. Hoppukastalar, grillaðar pylsur, safi, vatn og andlitsmálun verður í boði. Pöntum gott veður og munum að hafa gaman saman. :)
...Þann 15. maí var haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi samvinnu foreldra fyrir velferð barna. Um var að ræða fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila barna á vegum landssamtakanna Heimilis og skóla fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar og mennta- og b...
Í dag útskrifuðum við 39 dásamleg börn úr elsta árgangi skólans. Útskriftin fór fram í Miðstöðinni okkar að viðstöddum foreldrum og öðrum gestum. Börnin mættu í sínu fínasta pússi og við athöfnina tóku þau á móti útskriftarbókunum sínum, gulri rós og óskastein...
Í dag 2. maí eru heil 17 ár síðan elsku Hólmasólin okkar opnaði. Af þessu tilefni flögguðum við okkar fallega íslenska fána, borðuðum steik, kökur, saltkringlur og popp. Börnin fengu andlitsmálun og svo auðvitað vorum við enn glaðari en venjulega. Afmæli er jú mikið fagn...