Í dag skein sólin sem aldrei fyrr. Við hér á Hólmasól héldum okkar árlegu sumarhátíð og gaman var að geta tekið á móti gestum í garðinn í fyrsta skipti í tvö ár. :) Foreldrafélagið hafði veg og vanda af þessari glæsilegu hátíð. Þrír hoppukastalar, grillaðar pylsur...
Nú á dögunum var kartöflugarðurinn græjaður, stungin upp og rakaður. Y hópar settu svo niður útsæði og margir aðrir hópar kíktu á þetta og fengu að prufa. Í haust ber svo þessi hópur ábyrgð á því að tekið sé upp úr garðinum en allir geta tekið þó þátt.
...Stúlkurnar á Bláakjarna tóku sig til og viðruðu stóru útikubbana eftir veturinn. Það er spennandi að komast í nýjan efnivið efitr snjómokstur og rennerí. Það er ótrúlega margt hægt að gera með þessum góðu kubbum og ekki vantar hugmyndaflugið í okkar börn.
...Í dag er stór dagur á Hólmasól. Við munum útskrifa 36 frábær börn úr leikskólanum. Þessi börn hafa mörg hver verið hér hjá okkur í fjögur ár. Við höfum kynnst dásamlegum börnum og fjölskyldum þeirra þennan tíma hér í skólanum og þökkum fyrir það. Við óskum þ...