Innskráning í Karellen

Veikindi barna

Við viljum benda foreldrum á að leikskólastarfið er skipulagt með það í huga að öll börn geti tekið þátt í starfinu bæði úti og inni. Þegar barn kemur aftur í leikskólann eftir veikindi getur það í undantekningartilfellum fengið að vera inni í 1-2 daga. Annars er í boði að fara stutt út með tilliti til veikinda. Hópatímar eru alla daga skipulagðir bæði inni og úti og erfitt að halda heilum hóp inni allan daginn.

Ef barn veikist í leikskólanum er foreldrum gert viðvart og hlúð að barninu þar til foreldrar sækja það. Ef ekki næst í foreldra er haft samband við tengilið sem foreldrar hafa gefið upp.© 2016 - Karellen