Innskráning í Karellen

Svefn og hvíld

Svefn og hvíld er barni nauðsynleg ekki síst á fyrstu árum ævinnar þegar vöxtur og þroski er sem örastur. Þreytt barn á erfitt með að takast á við langan vinnudag í leikskólanum. Lögð er áhersla á að öll börn eigi kyrrláta hvíldarstund á degi hverjum þar sem þau ýmist sofa, hlusta á sögu eða rólega tónlist. Með því að hlúa að svefnvenjum þeirra hlúum við í leiðinni að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra. Svefn barna fyrir klukkan tvö á daginn á ekki að hafa áhrif á nætursvefn þeirra.


Hér er góð lestning um góðar svefnvenjur:

https://salstofan.is/godar-svefnvenjur/



© 2016 - Karellen