Innskráning í Karellen
news

Fyrsta kennslulota haustsins, Agalotan :)

29. 08. 2022

Í dag byrjar fyrsta kennslulota haustsins en það er Agalotan okkar. Í þessari lotu eru R-reglurnar okkar í hávegum hafðar, það er röð, regla og rútína. Vel kjarnað umhverfi og allt á sínum stað, allir vita hvar allt er og einfaldleikinn sýnilegur og kjarnaður í allri dagskrá. Við æfum kurteisi, almenna mannasiði eins og að heilsast og kveðjast og fylgja fyrirmælum. Þetta æfa allir, stórir sem smáir. Lotulyklar þessarar lotu eru: Virðing, hegðun, kurteisi og framkoma.

© 2016 - Karellen