news

Dagur leikskólans 6. febrúar

04. 02. 2022

Dagur leikskólans er haldin 6. febrúar ár hvert. Þar sem þennan dag ber upp á sunnudag þetta árið þá ætlum við að gera eitthvað skemmtilegt mánudaginn 7. feb. erum reyndar alltaf að gera eitthvað skemmtilegt í skólanum okkar.
Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.

© 2016 - Karellen