news

Vinnudagur foreldrafélagsins

27. 05. 2019

Sunnudaginn 26. maí var okkar frábæra foreldrafélag með vinnudag hér á Hólmasól. Við græjuðum þetta í sameiningu en stóra verkefnið var stækkun á sandkassa í litla garðinum. Garðurinn var einnig sópaður, allir gluggar þrifnir og svo voru stéttir smúlaðar. Eftir góðan morgun þá var nýja grillið okkar vígt með grillpartýi þar sem pylsur voru málið og safi með. Foreldrafélagið er nýlega búið að gefa skólanum flott útigrill. Góð mæting var bæði hjá stórum sem smáum og var þetta fullkominn sunnudagsmorgun í góðra vina hópi.

© 2016 - Karellen