Innskráning í Karellen

Stjórn foreldrafélagsins

---------------------------------------------------------------

Fulltrúar í foreldrafélagi eru:


Anna Guðlaug Gísladóttir

Iðunn Elfa Bolladóttir

Margrét Jóna Kristmundsdóttir

Rut Jónsdóttir

Snorri Kristjánsson

Tinna Stefánsdóttir


Netfang foreldrafélagsins er foreldrafelag4@hjalli.is og sinnir formaður því netfangi.

Ef eitthvað er, er snjallt að senda póst og koma því á framfæri.


Fulltrúar leikskóla:

Alfa Björk Kristinsdóttir, leikskólastjóri – alfa@hjalli.is

Ólína Aðalbjörnsdóttir, aðstoðarskólastjóri - lina@hjalli.is



Starfsemi félagsins

----------------------------------------------------------

Hlutverk foreldrafélagsins:

  1. Tengiliður milli skólans og foreldra, vettvangur fyrir foreldra til að hittast.
  2. Skipulagning viðburða sem ekki eru á vegum skólans.
  3. Umsjón með fjármálum foreldrafélagins.

------------------------------------------------------------------------------------------------

Tillaga að lögum foreldrafélags Hólamasólar frá aðalfundi Foreldrafélagsins 10. nóvember 2009

1. gr. Félagið heitir Foreldrafélag Hólmasólar.

2. gr. Félagar eru foreldrar og forráðamenn barna á Hólmasól.

3. gr. Markmið foreldrafélagsins er að stuðla að velferð barna með því að vinna að:
a) aukinni samvinnu foreldra og starfsfólks og foreldra innbyrðis um starfsemi og aðbúnað leikskólans.
b) því að leggja hagsmunum barna lið bæði innan leikskólans og út á við.

4. gr. Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi. Gjaldið greiðist mánaðarlega. Leitað skal eftir samvinnu leikskólastjóra eða rekstraraðila leikskóla um innheimtu þess. Gjaldið rennur í sjóð sem stendur straum af kostnaði við starfsemi félagsins.

5. gr. Kosning til stjórnar félagsins skal fara fram á aðalfundi. Stefnt skal að því að hver kjarni leikskólans eigi fulltrúa í stjórninni. Auk þess skal starfsfólk kjósa tvo fulltrúa til setu í henni, þannig að samtals skipi stjórn 9 fulltrúar. Æskilegt er að hluti fulltrúa sitji í tvö ár í senn í stjórn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Kjósa skal formann, gjaldkera og ritara.

6. gr. Félagsmenn skulu á aðalfundi móta leiðir að markmiðum félagsins. Bókfæra skal allar ákvarðanir.

7. gr. Stjórn félagsins hefur forgöngu um alla vinnu við starfsemi þess. Val verkefna og vinna stjórnarmanna og annarra félagsmanna skal vera innan ramma markmiða félagsins og að því marki sem ákvarðana aðalfundar nýtur við skal eftir þeim starfað. Stjórnin kemur saman svo oft sem þurfa þykir, að jafnaði þó ekki sjaldnar en á 6 vikna fresti.

8. gr. Aðalfund skal halda á tímabilinu 15. sept til 15. nóv. ár hvert og skal boða til hans með auglýsingu með minnst 2 vikna fyrirvara.




© 2016 - Karellen