Stjórn foreldrafélagsins

---------------------------------------------------------------

Agnes Harpa Jósavinsdóttir (Jóakim Elvin)

Ástrós Guðmundsdóttir (Alexandra Ísold)

Íris Rún Gunnarsdóttir (Sesar Blær)

Júlía Helgadóttir (Arna Sigríður)

Ragna Valdís Elísdóttir (Sebastían Smári og Jónatan Blær)

Rúnar Már Þráinssonesson (Margrét Lára)

Þórunn Ágústa Garðarsdóttir (Garðar Breki)


Netfang foreldrafélagsins er foreldrafelag4@hjalli.is og sinnir formaður því netfangi. Ef eitthvað er, er snjallt að senda póst og koma því á framfæri.


Fulltrúar leikskóla:

Alfa Björk Kristinsdóttir, leikskólastjóri – alfa@hjalli.is

Ólína Aðalbjörnsdóttir, aðst


Starfsemi félagsins

----------------------------------------------------------

Hlutverk foreldrafélagsins:

  1. Tengiliður milli skólans og foreldra, vettvangur fyrir foreldra til að hittast.
  2. Skipulagning viðburða sem ekki eru á vegum skólans.
  3. Umsjón með fjármálum foreldrafélagins.

------------------------------------------------------------------------------------------------

Tillaga að lögum foreldrafélags Hólamasólar frá aðalfundi Foreldrafélagsins 10. nóvember 2009

1. gr. Félagið heitir Foreldrafélag Hólmasólar.

2. gr. Félagar eru foreldrar og forráðamenn barna á Hólmasól.

3. gr. Markmið foreldrafélagsins er að stuðla að velferð barna með því að vinna að:
a) aukinni samvinnu foreldra og starfsfólks og foreldra innbyrðis um starfsemi og aðbúnað leikskólans.
b) því að leggja hagsmunum barna lið bæði innan leikskólans og út á við.

4. gr. Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi. Gjaldið greiðist mánaðarlega. Leitað skal eftir samvinnu leikskólastjóra eða rekstraraðila leikskóla um innheimtu þess. Gjaldið rennur í sjóð sem stendur straum af kostnaði við starfsemi félagsins.

5. gr. Kosning til stjórnar félagsins skal fara fram á aðalfundi. Stefnt skal að því að hver kjarni leikskólans eigi fulltrúa í stjórninni. Auk þess skal starfsfólk kjósa tvo fulltrúa til setu í henni, þannig að samtals skipi stjórn 9 fulltrúar. Æskilegt er að hluti fulltrúa sitji í tvö ár í senn í stjórn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Kjósa skal formann, gjaldkera og ritara.

6. gr. Félagsmenn skulu á aðalfundi móta leiðir að markmiðum félagsins. Bókfæra skal allar ákvarðanir.

7. gr. Stjórn félagsins hefur forgöngu um alla vinnu við starfsemi þess. Val verkefna og vinna stjórnarmanna og annarra félagsmanna skal vera innan ramma markmiða félagsins og að því marki sem ákvarðana aðalfundar nýtur við skal eftir þeim starfað. Stjórnin kemur saman svo oft sem þurfa þykir, að jafnaði þó ekki sjaldnar en á 6 vikna fresti.

8. gr. Aðalfund skal halda á tímabilinu 15. sept til 15. nóv. ár hvert og skal boða til hans með auglýsingu með minnst 2 vikna fyrirvara.Fundargerðir

---------------------------------------------

Fundur foreldrafélags Hólmasólar 7. maí 2014. Opinn fundur foreldrafélags, foreldrum sem vilja boðið að koma ef þeir vilja koma með einhverjar athugasemdir. Mættir: Linda Rós, Ingunn Eir, Alfa, Tryggvi, Tinna, Sólveig og Eva María. Fundarritari: Linda Rós Gestir: Þórunn Ágústa (móðir á græna), Guðrún Elísabet (móðir á rauða) Öllum sýningum á Krökkunum í Kátugötu frestað hjá MA. Ingunn ræðir um að gera upp fjárhagsárið á þessu skólaári. Þurfum enn að fá reikninga fyrir skógarskóla (ca. 300.000) og bolum. Gera upp fjárhagsárið mánaðarmótin september/október þannig að nemendur sem hætta í leikskólanum njóti þeirra peninga sem þeir hafa greitt í foreldrafélagið. Þannig gefst líka gott svigrúm til að splæsa vel í sumarhátíðina ef einhver sjóður er eftir. Fyrstu vikuna í júní ætlum við að fara í Kjarnaskóg. Miðvikudagurinn 4. júní verður fyrir valinu og stefnum við á að mæta kl. 16.30. Boðið verður upp á kleinur (daglegt brauð, Tinna ætlar að athuga málið) og svala. Eva María ætlar að græja svala. Auglýsum í tæka tíð, í vikunni 12.-16. maí setjum við upp auglýsingu og biðjum fólk að taka daginn frá. Svo þegar nær dregur setjum við upp nánari upplýsingar, svona ca. í síðustu vikunni í maí sem er 26.-31. maí. Skráningarlistar á kjarna þurfa að fara upp í þeirri viku, 26.-31. maí. Afmælisgjöf handa leikskólanum: Alfa óskar eftir litlum sópum. Stærstu hóparnir eru 10 nemendur og þá væri gott að eiga 10 stykki. Ein hugmynd var að kaupa stóra sópa og saga bara af skaftinu því þeir eru sterklegri. Einnig var óskað eftir að keypt yrði smásjá. Þær kosta 7000 kr. í A4. Væri hugsanlegt að kaupa eina á hverja einingu sem eru þrjár, eða fyrir hvern Kjarna ef hægt er. Afmælisgjöfin er svo bara afhent óformlega þegar búið er að kaupa hana. Sumarhátíð: • Ræða við fimleikafélagið um að vera með andlitsmálningu. Linda Rós hefur samband • Ræða við baragaman.is (hið fyrsta) Linda Rós hefur samband • Ræða við Einar Einstaka um að vera með töfrabrögð. Sólveig hefur samband • Veitingar. Skoðum nánar þegar nær dregur. Fundi slitið kl. 17.00 Fundur foreldrafélags Hólmasólar 12. mars. Mættir: Linda Rós, Sólveig, Tryggvi, Alfa og Ingunn. Fundarritari: Linda Rós 24. – 25. mars ætlum við að bjóða MA að koma með leiksýningu. Þau þurfa að láta vita hvorn daginn þau vilja. Þetta er leikrit byggt á Krökkunum í Kátugötu. Ræða við frambjóðendur flokkanna um hvort þeir hafi Hjallastefnuna á stefnuskránni. Þ.e. hvort þeir myndu vilja setja á fót Hjallastefnuskóla. Áður verið rætt um að þar sem eru laus pláss í grunnskólum bæjarins sé ekki forsenda fyrir nýjum skóla en hugsanlegt að bjóða út rekstur einhvers skólans sem fyrir er. Koma á fót námskeiði/fyrirlestri um greiðslu stúlkna/drengja. Rætt um hvað fór fram á fundi foreldrafélaga í Hafnarfirði. Fundi slitið kl. 17.00 Fundur foreldrafélags Hólmasólar 5. febrúar Mættir: Linda Rós, Eva María, Tryggvi og Alfa. Umræðuefni: Það vantar fulltrúa til að fara á fund foreldrafélaga Hjallastefnunnar. Fundurinn er 27. febrúar í Reykjavík. Linda Rós er tilbúin að fara ef allt gengur og enginn annar býður sig fram. Við erum enn formannslaus og þurfum að kjósa formann. Kjósum rafrænt í gegnum gmail. Ef enginn býður sig fram verða allir í framboði og ekki hægt að skorast undan verði maður kosinn. Kosningu lýkur á mánudag. Varðandi að hlaða fundargerðum inn á vefsíðu Hólmasólar þá hefur Alfa sett gamlar fundargerðir inn og munum við setja þær inn þar í framtíðinni, jafnóðum. Skyndihjálparnámskeið er á döfinni, það kom sem hugmynd frá foreldri á leikskólanum. Við höfum fulltrúa í foreldrahópnum sem hægt væri að tala við um að halda námskeið. Síðast þegar námskeið var haldið komu of fáir og því þarf að passa að auglýsa betur núna og fylgja því eftir. Alfa ræðir við Erlu og Gauta og athugar með dagsetningu ef þau hafa tök á. Gaman væri að hafa námskeiðið núna í mars. Eva Hrund er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur áhuga á umræðunni um Hjallastefnugrunnskóla og mun mögulega hafa samband við fulltrúa foreldrafélagsins. Næstu skref fulltrúa foreldrafélagsins í málefnum Hjallastefnugrunnskóla eru að hafa samband við Hjallastefnuna í Reykjavík og kanna afstöðu þeirra til þessa málefnis. Einnig að skrifa fulltrúa skólanefndar bréf og spyrja um afstöðu þeirra. Þá væri sterkur leikur að mæta á framboðsfundi hjá fulltrúum í prófkjöri fyrir komandi kosningar til að kanna jarðveginn. Fyrirhuguð ferð í Hlíðarfjall er áætluð í febrúar. Upp kom hugmynd um að hafa þessa ferð sunnudaginn 16. febrúar. Þá er lögð áhersla á að fjölmenna í fjallið og hittast við Töfrateppið. Engin frekari skipulagning, þeir mæta sem geta. Áætluð mæting kl. 10.30. Tryggvi hefur samband við aðstandendur í Hlíðarfjalli til að kanna hvort eitthvað mæli gegn því að við komum á þessum tíma. Fundi slitið kl. 17.00


Fundargerðir foreldrafélags skólaárið 2013-2014

5. febrúar 2014

8. janúar 2014

10. desember 2013

6. nóvember 2013

8. október 2013

4. september 2013

Sumarhátíð 21. ágúst 2013

7. ágúst 2013

Fundargerðir skólaárið 2012-2013

8. maí 2013

10. apríl 2013

6. febrúar 2013

Skólaárið 2010-2011

Fundargerð 6. apríl 2011

Fundargerð 5. janúar 2011

Fundargerð 1. desember 2010

Fundargerð 1. nóvember 2010

Fundargerð aðalfundar 15. október 2010

Fundargerð 16. september 2010

Skólaárið 2009-2010

Fundargerð aprílfundar 2010

Fundargerð febrúarfundar 2010

Foreldrafræðsla 13. janúar 2010

2. desember 2009

Aðalfundur foreldrafélagsins 10. nóvember 2009

Tillaga að lögum foreldrafélagsins frá fundinum

28. október 2009

11.september 2009 (opnast í pdf)


© 2016 - Karellen