Innskráning í Karellen
news

Lota 3. Samskiptalota

05. 11. 2023

Í dag byrjar Samskiptalotan sem er þriðja kennslulotan okkar og er í raun eineltisáætlun Hjallastefnunnar. Í þessari lotu eru samskipti æfð í sinni víðustu skilgreiningu. Nemendur læra að virða landamæri annarra og standa saman um jákvæða framkomu og jákvæða hegðun. Þau læra einnig um fjölbreytt þjóðerni, ólík sambúðarform fólks, fötlun og fleira sem skapar sérstöðu frá heildinni. Ýmis verkefni eru unnin sem skapa og ýta undir samstöðu og samkend. Lotulyklar þessarar lotu eru: Umburðarlyndi, hjálpsemi, víðsýni, og samstaða.

© 2016 - Karellen