Innskráning í Karellen

Umsókn um starf á Hólmasól, Akureyri


Haust 2023

100% starf í sérkennlsu frá 1. september n.k.


Óskað er eftir kennara, þroskaþjálfa, sérkennara eða aðila með annarskonar menntun sem nýtist í starfi.


Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku. Við skólann starfar sérkennsluteymi sem vinnur þétt saman undir handleiðslu sérkennslustjóra.



100% afleysingarstöður frá 21. september n.k.


Afleysingar flakka um húsið og leysa af í fjarveru annars starfsfólks. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og vera eldri en 19 ára eða á 19. aldursári. .



Við leitum eftir jákvæðum og lífsglöðum einstaklingum sem eru tilbúnir að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi.


Vammleysi er krafa, það er að orðspor, framkoma og athafnir á vinnustað sem og utan hans samræmist starfinu.


Nánari upplýsingar um Hjallastefnuna má finna á heimasíðu Hjallastefnunnar hjalli.is


Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.


Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst og skal umsóknum skilað ásamt ferilskrá á holmasol@hjalli.is, merkt „Atvinnuumsókn“.


Allar nánari upplýsingar veita skólastjórar á netfanginu holmasol@hjalli.is




Almennar umsóknir

Umsóknum skal skilað inn á netfanginu holmasol@hjalli.is

og mikilvægt er að setja ferilskrá í viðhengi.


Til þess að auðvelda okkur utanumhald er mikilvægt

að setja í "subject" - Atvinnuumsókn.



© 2016 - Karellen