Innskráning í Karellen

Leikskólinn Hólmasól tók til starfa 2. maí 2006.

Skólahúsnæðið er í eigu Akureyrarbæjar

en um rekstur skólans sér Hjallastefnan ehf.



Samningur um rekstur leikskólans var undirritaður
mánudaginn 19. desember 2005.

Leikskólinn Hólmasól er eins og áður sagði rekinn af Hjallastefnunni ehf. og vinnum við eftir kynjanámsskrá Hjallastefnunnar. Markmið okkar er að sinna þörfum einstaklinga, efla jákvæðni og gleði og er umhverfið einfalt og gagnsætt. Í Hjallastefnunni er unnið með opinn efnivið þar sem sköpunargáfa barnanna ræður ríkjum. Við berum mikla virðingu fyrir umhverfinu og kennum börnunum jákvæðan aga. Markmið kynjaskipts leikskólastarfs er jákvæð kynjablöndun þar sem báðum kynjum er gert kleift að mætast á jafningjagrundvelli þar sem hvorugt kyn þarf að gjalda fyrir kyn sitt. Annars vegar eru kynin styrkt hvort í sínu lagi og hins vegar hittast kynin í sérstökum stundum þar sem fullorðnir tryggja jákvæð samskipti og raunverulegt samstarf.

Nánar um Hjallastefnuna á fræðsluvef.

© 2016 - Karellen