news

Útiskólinn byrjaði í dag. :)

15. 09. 2020

Í morgun var fyrsta ferðin hjá X hópum í útiskólann. Elsti árgangur skólans mun fara í útskóla einu sinni í viku í vetur ef veður og færð leyfa. Fyrsta ferðin í morgun var farin í KJarnaskóg og næsta þriðjudag fara þau í vettvangsferð hér innan bæjar. Þannig skiptist þetta, rúta í skóginn annan hvorn þriðjudag og innan bæjar hinn. Í þessum ferðum er alltaf heitt kakó og smurt með í ferð sem ávalt vekur mikla lukku. Það er búin að vera mikil eftirvænting eftir þessari fyrstu ferð haustsins.

© 2016 - Karellen