news

Þorrablót 2020

12. 02. 2020

Í dag var okkar árlega þorrablót. Börnin og starfsfólk höfðu val um að koma í þjóðlegum peysum yfir skólaföt og einnig í ullarsokkum. Svo sannarlega var gott að vera í þessum fatnaði því frostið hefur verið að bíta í okkur undanfarið. Þorramaturinn smakkaðist vel þó einhverjir veigruðu sér við að smakka hákarlinn sem er bara allt í lagi því það var svo margt annað sem hægt var að smakka. Svo munum við alltaf að æfingin skapar meistarann. :)

© 2016 - Karellen