news

Síðasti útiskólinn:)

26. 05. 2020

Í dag fóru allir X- hóparnir í sína síðustu útskólaferð á þessum vetri/vori. Þau gerðu sér dagamun og fóru í fjöruferð út á Svalbarðseyri. Brauð og kakó var með í ferðinni eins og í öllum hinum útiskólaferðunum í vetur en Kjarnaskógur hefur verið okkar aðal staður ásamt vettvangsferðum hér innanbæjar. Farið hefur verið einu sinni í viku nema frostið hafi farið niður fyrir -10 gráður. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og voru allir mis þurrir/blautir þegar heim var komið. Allt eins og það á að vera.:)

© 2016 - Karellen