news

Öskudagurinn :)

06. 03. 2019

Í dag er öskudagurinn og þá er nú fjör í bæ. Strax í morgun fóru að streyma í hús allskonar kynjaverur bæði stórar og smáar. Hóparnir fóru um húsið og sungu og trölluð. Mest spennandi var að koma við hjá þeim eldhússystrum en þar var hægt að fá einn lítinn suðusúkkulaðimola eða döðlubita. Eftir hádegið hittust vinakjarnar á Miðstöð og dönsuðu saman í tuttugu mín. Yngri kjarnar dönsuðu inn á sínum kjarna fyrir hádegi. Poppveisla var svo allsstaðar inn á kjörnum eftir ballið/lúrinn. Skemmtilegur dagur á enda og allir kátir þegar heim var haldið.

© 2016 - Karellen