news

Lota tvö, Sjálfstæðislota:)

05. 10. 2020

Í dag byrjar sjálfstæðislotan en hún er lota tvö í röðinni af sex kennslulotum vetrarins. Lotulyklar þessarar lotu eru: sjálfstyrking, sjálfstraust, öryggi og tjáning. Í þessari lotu er margt æft, framsagnaræfingar eru góðar og þjálfun í að tjá tilfinningar sínar eru mikilvægur þáttur í þessari lotu. Í þessari lotu leggja kennarar sig sérstaklega fram um að nálgast hvern og einn nemanda og styrkja hann sem einstakling í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur.

© 2016 - Karellen