Innskráning í Karellen
news

Lota þrjú, Samskiptalota

10. 11. 2019

Í dag byrjaði Samskiptalotan og er hún númer þrjú í loturöðinni okkar. Í þessari lotu æfum við ýmis samvinnuverkefni, ýmist tvö og tvö saman eða fleiri. Kjarnar vinna saman og við eflum kynjablöndun og alla samvinnu þar og vinnum milli kjarna og eininga. Þessi lota er í raun eineltisáætlun Hjallastefnunnar því í henni er fjallað um samskiptin í sinni víðustu mynd. Nemendur læra að virða landamæri hvers annars og standa saman með jákvæða framkomu og hegðun. Fjölmenningarfræðsla, ólík sambúðarform, fötlun og annað sem skapar sérstöðu frá heildinni er gott að læra um í þessari lotu. Lotulyklar lotunnar eru: Umburðarlyndi, hjálpsemi, víðsýni og samstaða.:)

© 2016 - Karellen