Innskráning í Karellen
news

Lota 5 Vináttulotan

11. 02. 2019

Í dag byrjar fimmta kennslulotan hjá okkur. Þetta er Vináttulotan og er hún framhald af jákvæðnilotu og samskiptalotu og hástig þeirrar félagslegu jákvæðni sem þjálfuð hefur verið. Í þessari lotu eru vinaböndin styrkt og efld með margvíslegum hætti. Vinaleikir hjá börnum jafnt sem fullorðnum og skilgreining á orðinu vinátta er líka gott að spá í, í þessarri lotu. Raunveruleikatengd verkefni eru skemmtileg í þessari lotu, þ.e. getum verið hjálpsöm við aðra. Allir vinna með kærleika og nálægð hvar sem er í húsinu, smáir jafnt sem stórir og gott að gefa vinum sínum faðmlag. Lotulyklar þessarar lotu eru: Félagsskapur, umhyggja, nálægð og kærleikur.

© 2016 - Karellen