news

Jákvæðnilotan, lota fjögur :)

10. 01. 2021

Við hefjum nýtt ár full bjartsýni og gleði og er fyrsta kennslulotan hjá okkur á þessu ári Jákvæðnilotan. Í þessari lotu er talað um miðstig einstklingsþjálfunar þar sem lotulyklarnir eru: Ákveðni, hreinskiptni, bjartsýni og gleði. Unnið er með jákvæð orð, jákvæðar setningar og jafnvel sett upp leikrit. Ekki má gleyma gleðisöngvum sem við æfum stíft. Við sem sagt æfum gleðina með öllum tilteknum ráðum og munum að söngur og hreyfing hreyfir við boðefnum í heilanum sem ýtir best við gleðinni. Æfum einnig hvernig hver og ein/einn stendur með sér og getur sett sér sín mörk.

© 2016 - Karellen