Innskráning í Karellen
news

Útskriftarferð lokið

20. 05. 2022

Á miðvikudaginn fóru 36 galvösk börn í útskriftarferðina sína að Hólavatni ássamt kennurum sínum. Þetta eru þau börn sem eru að fara í grunnskóla næsta haust.

Það þarf hugrekki til þess að fara í ferð og gista í tvær nætur. Hólavatn er dásamlegur staður og þegar traustir kennarar sem þekkja börnin vel fara með er þetta ekkert mál.

Þreytt, útitekin og alsæl bön mættu foreldrum sínum upp úr hádeginu í dag, búin að stækka um nokkur númer.

Já og það eru aldeilis reynsluríkir foreldrar sem taka á móti gullunum sínum eftir þessa frábæru sigurför.

© 2016 - Karellen