news

Útskrift elstu barna í dag:)

26. 05. 2021

Í dag útskrifuðust hér hjá okkur á Hólmasól 43 dásamleg börn. Útskriftin fór fram úti í garði við skólann í besta veðri sem við höfum fengið á þessu vori, 16 stiga hita og sól.:) Foreldrar og börn mættu glöð og prúðbúin með teppi og sátu í brekkunni á meðan útskrift og skemmtiatriði fóru fram. Allir fjórir hóparnir voru með glæsileg skemmtiatriði sem flutt voru af miklu öryggi fyrir gesti. Vinakjarnar voru útskrifaðir saman og vorum við með tvær tímasetningar þannig að þetta voru tveir passlega stórir hópar. Börnin fengu afhenta útskriftarbókina sína og eina gula rós. Innilgar hamingjóskir kæru fjölskyldur. :

© 2016 - Karellen