news

Sumarið er okkar

08. 06. 2021

Nú líður að sumarstarfinu okkar og ætlum við að njótar íslenska veðursins til hins ýtrasta. Sólin sæla og regnið svala láta pottþétt sjá sig enda bæði bráðnausynlegt fyrir alla.

Við höldum hefðbundnu dagskipulagi og er val á sínum stað og hópatímar einnig.

Vitanlega taka kennarar frí hér og þar yfir sumartímann og koma sumarafleysingarnar okkar þar sterkt inn.


Sumarfríslokun:

hefst klukkan 14:00 föstudaginn 2. júlí og fá kennarar 2 tíma í lok dag til þess að ganga frá skólanum fyrir sumarlokun þannig að það sé hægt að gera stórhreingeriningu og bóna.

Við opnum svo aftur klukkan 10:00 þriðjudaginn 3. ágúst og eru kennarar þá búnir að gera skólann kláran fyrir móttöku barna.

Þess má geta að þessir tímar sem við erum að ganga frá og undirbúa skólann eru teknir af skipulagsdögum okkar.


Njótið sumarsins

© 2016 - Karellen