Innskráning í Karellen
news

Samskiptalotan, lota þrjú :)

08. 11. 2021

Samskiptalotan byrjaði í dag. Þessi lota er miðstig félagsþjálfunar og eru lotulyklar hennar: Umburðarlyndi, hjálpsemi, víðsýni og samstaða. Þessi lota er í raun eineltisáætlun Hjallastefnunnar þar sem fjallað er um samskiptin í sinni víðustu mynd. Nemendur læra að virða landamæri annarra og standa saman um jákvæða framkomu og jákvæða hegðun. Þessi lota býður upp að hægt sé að fara í margskonar verkefni svo sem fjölmenningu, fölbreytt þjóðerni, ólík sambúðarform fólks, fötlun og fleira sem skapar sérstöðu frá heildinni. Gott er að gera verkefni sem ýta undir samkend og samstöðu og skapa jákvætt hópstolt. Í þessari fyrstu viku Samskiptalotu þá æfum við umburðarlyndið eins og okkur einum er lagið. :)

© 2016 - Karellen