Innskráning í Karellen
news

Lota 3 Samskiptalota

06. 11. 2022

Í þessari lotu vinnum við mikið samvinnuverkefni. Oft er talað um að þessi lota sé í raun eineltisáætlun Hjallastefnunnar. Hér er fjallað um samskipti í sinni víðustu mynd og nemendum er kennt að virða landamæri og standa saman um jákvæða hegðun og framkomu. Börnin fá t.d. fræðslu um fjölmenningu, ólík sambúðarform fólks, fötlun og ýmislegt fleira. Hópaverkefni eru frábær í þessari lotu og flott að geta ýtt undir og skapað jákvætt hópstolt.

© 2016 - Karellen