Innskráning í Karellen
news

Lota 2 Sjálfstæðislota

02. 10. 2022

Sjálfstæðislota er önnur lota vetrarins. Lotulyklar hennar eru: Sjálfstyrking, sjálfstraust, öryggi og tjáning. Í þessari lotu er athygli og hvatning til allra nauðsynleg. Kennarar leggja sig fram um að sannfæra hvern og einn nemenda um mikilvægi þessa að trúa á eigin getu. Framsagnaræfingar eru góð þjálfun í að tjá tilfinningar sínar og það æfum við í þessari lotu.

© 2016 - Karellen