Innskráning í Karellen
news

Lota 1. Agalota

27. 08. 2023

Í dag byrjar fyrsta lota haustsins hjá okkur, Agalotan og eru lotulyklar hennar: Virðing, hegðun, kurteisi og framkoma. Markmið þessarar lotu er meðal annars að byggja upp sjálfstjórn og styrk hjá litlum krílum. Kennarar og börn eru að kynnast og æfa sig í samskiptum og samveru. Margskonar fyrirmælaæfingar eru æfðar eins og t.d. að vera í röð þegar farið er milli svæða og eins þegar farið er t.d. í göngutúra. Heilsast, kveðjast, borðsiðir og umgengni í forstofu eru einnig meðal æfinga ásamt margskonar raunveruleikatengdum verkefnum.

© 2016 - Karellen