news

Jólatréið sett upp :)

15. 12. 2021

Í dag settum við upp jólatréið okkar í Miðstöð. Foreldrafélagið gaf þetta tré og í ár völdum við aðeins minna en verið hefur og kemur það virkilega vel út. Nú fara börnin að keppast við að hengja skrautið sem þau eru búin að búa til á tréið og mun það verða skrautlegt á næstu dögum.
Á morgun ætlum við að hafa jólamat í leikskólanum og á föstudaginn verður okkar árlegi jólasöngfundur með hátíðleik, dansi og fallegum söng.

© 2016 - Karellen