news

Jákvæðnilotan byrjar :)

03. 01. 2022

Í dag byrjar fjórða kennslulotan hjá okkur þennan veturinn en það er Jákvæðnilotan. Í þessari lotu sláum við jákvæðan takt inn í nýtt ár og byrjun vorannar. Í þessari lotu er unnið með jákvæð orða og jákvæðar setningar og gleðisöngvar sungnir fullum hálsi. Við æfum gleðina með öllum tiltækum ráðum og munum að söngur og hreyfing ýtir best við þeim boðefnum heilaans sem valda taugafræðilegri gleði. Í þessari lotu æfa börnin sig í að setja sér mörk og standa með sér.

© 2016 - Karellen