Innskráning í Karellen
news

Hólmasól 15 ára :)

03. 05. 2021

Í dag fagnar Hólmasólin okkar 15 ára afmæli sínu. Við opnuðum hér þennan yndislega Hjallastefnuleikskóla 2. maí 2006 í glænýju húsnæði. Frá opnun og fram á þennan dag hefur skólinn verið með frábærar fjölskyldur og starfsfólk sem hafa gert skólann að því sem hann er í dag. Í tilefni dagsins flögguðum við í morgun og sungum afmælissönginn saman út í garði og í hádegismat verður okkar frábæra Hólmasólarpizza. Popp og saltkringlur eru heldur ekki langt undan. Innilegar hamingjóskir með daginn við öll. :) Hólmasól lengi lifir, húrra, húrra, húrra.:)

© 2016 - Karellen