Innskráning í Karellen
news

Bríet blómálfur og Skringill skógarálfur í heimsókn :)

19. 04. 2023

Í dag síðasta vetrardag heimsóttu okkur í Miðstöð þau Bríet blómálfur og Skringill skógarálfur og sögðu okkur frá komu vorsins og lífríkinu sem er að vakna til lífsins þegar vorið kemur. Þau gáfu okkur fræ sem við ætlum að sjálfsögðu að gróðursetja og fylgjast með vaxa. Þessi skemmtilega heimsókn var í tilefni Barnamenningarhátíðar sem nú stendur yfir hér í bænum okkar Akureyri.

© 2016 - Karellen