news

Agalotan, lota eitt :)

29. 08. 2021

Haustið er komið og þá byrjum við á Agalotunni en það er fyrsta kennslulota vetrarins. Í þessari lotu fá börnin meiri færnir í að hlusta og fylgja fyrirmælum, einnig æfum við framkomu, virðingu og kurteisi. Með færni í þessari lotu þá verða seinni loturnar auðveldari og frjálslegri bæði fyrir börn og kennara. Í gegnum leiki æfast þau í þessum æfingum og fá t.d. grunnfærni í umgengni í leikskólastarfinu. Agalotan er félagslega miðuð lota og er horft á hæfni hvers og eins til að sjá út hvað virkar best í samveru og samskiptum við aðra.

© 2016 - Karellen