news

Vináttulotan byrjar 5. febrúar

05. 02. 2022

Vináttulotan er næst síðasta lotan af sex kennslulotum vetrarins. Í þessari lotu æfum við vináttu og góðvild og er þetta efsta stig félagsþjálfunar. Vináttulotan er framhald af samskipta- og jákvæðnilotunni sem allir hafa verið að æfa. Þjálfum börnin í umhyggjuæfingum og hinum ýmsu vináttuleikjum og hjálpsemi. Raunveruleikatengd verkefni einnig tilvalin með því að hjálpa öðrum í húsinu við ýmis smá verk. Kærleikur og nálægð eru einnig mikið notum bæði hjá börnum og fullorðnum.
Lotulyklar þessarar lotu eru: Félagsskapur, umhyggja, nálægð og kærleikur.

© 2016 - Karellen