Innskráning í Karellen
news

Vináttulotan, lota fimm. :)

15. 02. 2021

Í dag byrjar fimmta kennslulotan okkar en það er Vináttulotan. Auðvitað erum við alla daga að vinna að vináttunni en næstu fjórar vikur þetta aðalmálið hjá okkur. Lotulyklar þessarar lotu eru: Félagsskapur, um hyggja, nálægð og kærleikur. Uppskeruvikan er svo kærleiksvika. Þessi lota er beint fram hald af jákvæðni- og samskiptalotu og hástig þeirrar þjálfunar. Unnið er með hugtakið vinátta og hvað það þýðir að vera vinur eða vinkona. Gott er að grípa í raunveruleikatengd verkefni og vinna smá verk fyrir aðra í skólanum og aðstoða á ýmsum stöðum. Gaman getur verið fyrir þau eldri að fara í heimsókn á yngri kjarna og aðstoða t.d. í forstofum, gera leir og gefa og bara það sem dettur inn í hugann. Kennarar og nemendur vinna að því saman að skapa nálægð og kærleika með börnunum og kenna þeim um hversu mikils virði vináttan er öllum.

© 2016 - Karellen