news

Útskriftarferð á Hólavatn

15. 05. 2019

Það voru kátir krakkar og kennarar sem héldu af stað í morgun á Hólavatn. Þetta er elsti árgangurinn í skólanum, 46 börn sem voru að fara í tveggja nátta ferð. Mikil spenna var í lofti hér í húsi í morgun áður en lagt var í hann. Veðurspáin lofar góðu og ekki er neinn í vafa um að þetta verður í alla staði frábær ferð og mikil kjarkæfing fyrir marga. Komið verður úr ferðinni eftir hádegi á föstudag.:)

© 2016 - Karellen