news

Útskrift elstu barna:)

27. 05. 2020

Í gær var hátíðisdagur hjá okkur hér á Hólmasól. Við útskrifuðum 32 yndisleg börn við hátíðlega athöfn úti í garði. Við skiptum þessu í tvennt eins og alltaf en vorum með þetta úti i fyrsta skipti í sögu Hólmasólar. Sólin lét sig ekki vanta og áttum við dásamlega stund með börnum, fjölskyldum og hópstjórum barnanna. Þó Covid hafi breytt þessu frá venjunni þá líkaði öllum þetta vel og hver veit nema útiútskrift verði raunin í framtíðinni ef veður leyfir. Takk fyrir daginn dásamlega fólk. :)

© 2016 - Karellen