news

Útiskólinn okkar dásamlegi:)

26. 11. 2019

Elsti árgangurinn hjá okkur hefur farið í útiskóla einu sinni í viku síðan í haust. Aðra vikuna fara þau í vettvangferðir hér innan bæjar og hina vikuna fara þau með rútu í Kjarnaskóg. Þar er sko nóg um að vera í margskonar rannsóknarvinnu og göngutúrum um okkar fallega útivistarsvæði sem Kjarnaskógur er. Í þessar ferðir er auðvitað nesti meðferðis, heitt kakó og smurt brauð. Í morgun fóru þau í síðustu útiskólaferðina fyrir jól og svo byrjum við aftur um miðjan janúar.

© 2016 - Karellen