news

Skólastarfið þessa dagana

19. 03. 2020

Nú á dögum samkomubanns eru skóladagarnir í stórum skóla með öðruvísi sniði. Búið er að hólfa skólann niður í þrjár einingar og innan hverrar eininga er reynt að hafa samskiptin sem minns. Við gerum þetta eins vel og hægt er barnanna vegna - þau eru náttúrulega afbragðs snjöll í að aðlaga sig nýjum aðstæðum og kennarar snjallir í að vinna það með þeim.

Hluti skólans, drengjaeining, er í sóttkví sem stendur til og með 26. mars n.k., bæði börn og kennarar. Þau mæta svo galvösk aftur í skólann þann 27. mars ásamt kennurum sínum <3

Við vinnum út frá nýjum aðstæðum dag frá degi og hafa foreldrar verið duglegir að hrósa kennurum fyrir gott starf við breyttar og flóknar aðstæður.


© 2016 - Karellen