news

Lota þrjú, Samskiptalota:)

08. 11. 2020

Í dag byrjar þriðja kennslulotan okkar sem er jafnframt síðasta lotan fyrir áramót, samskiptalotan. Þessi lota er miðstig félagsþjálfunar og eru lotulyklar hennar, umburðarlyndi, hjálpsemi, víðsýni og samstaða. Þessi lota er í raun eineltisþjálfun Hjallastefnunnar og fjallar um samskipti í sinni víðustu mynd. Nemendum er kennt að virða landamæri annarra og standa saman um jákvæða hegðun og framkomu. Einnig er farið yfir fjölmenningu, fjölbreytt þjóðerni, ólík sambúðarform og fötlun svo eitthvað sé nefnd.:)

© 2016 - Karellen