Innskráning í Karellen
news

Jákvæðnilota, lota 4

12. 01. 2020

Í dag byrjar fjórða kennslulotan okkar en það er Jákvæðnilotan. Þessi lota er upphaf nýrra annar og slær góðan takt inn í skólastarf vorannar þó auðvitað æfum við gleði alla daga ársins. Í þessari lotu æfum við formlega jákvæðniæfingar og finnum sögur, söngva, leikrit og markskonar orðræðu um jákvæðni. Æfum gleðina með öllum ráðum en hún ýtir best undir boðefni heilans sem valda taugafræðilegri gleði. Lotulyklar þessarar lotu eru: Ákveðni, hreinskiptni, bjartsýni og gleði. Uppskeruvikan okkar er Gleðivika.

© 2016 - Karellen