news

Hólavatn 2020

15. 05. 2020

Útskriftarárgangurinn okkar fór í árlega útskriftarferð fram á Hólavatn í gær. Þetta árið var einungis um að ræða dagsferð. Börn og kennarar fóru snemma dags af stað og komu heim um kl 18:00. Ferðin tókst í alla staði vel og var mörgum dagskrárliðum komið fyrir þennan skemmtilega dag sem annars hafa dreifst á tvo daga. Gönguferðir, íþróttaleikar, sull í vatninu, grillaðir sykurpúðar og margt fleira var gert. :)

© 2016 - Karellen