news

Dönsk samvinna :)

12. 09. 2019

Undanfarin ár höfum við á Hólmasól verið í samstarfi við VIA university college í Randers, samstarfið er unnið með nemum í upplýsingatækni. Aðdragandinn af samstarfinu er sá að haustið 2015 vorum við með nema frá skólanum í 6 mánuði og svo um sumarið 2016 komu kennarar frá skólanum í óvænta heimsókn og kynntu sér okkar starf og óskuðu eftir samstarfi sem við tókum strax vel í og sinnum við þessu að jafnaði 2 svar - 3svar á ári. Verkefnið er þannig uppbyggt að nemarnir koma með hugmyndir af verkefnum sem við svo leysum með börnunum, þetta geta verið teikningar, viðtöl, leikir og videó sem við sendum á milli okkar. Í þesssri lotu tóku stúlkur í X hóp á grænakjarna þátt í verkefninu sem fjallaði um næringu og mat barna. Nemarnir eru með bloggsíðu sem þið getið kíkt á og séð verkefnið sem unnið var með núna.

https://fromheadtomatoes. blogspot.com/?fbclid= IwAR1dtxrROYxn4f8uo81YONVWdROg F_xNuCACnwR_ Lzr0LPnPsNofKttOeX0&m=1

Hafdís okkar kennari á Grænakjarna hefur stjórnað og leitt þetta verkefni.© 2016 - Karellen