Innskráning í Karellen
news

Agalotan byrjar í dag:)

31. 08. 2020

Í dag hefst fyrsta kennslulota skólaársins en það er Agalotan. Í Agalotunni byggjum við upp sjálfstjórn og eru R- reglurnar í hávegum hafðar, röð, regla og rútína. Lotulyklar þessarar lotu eru, virðing, hegðun, kurteisi og framkoma. Við æfum okkur í kurteisi og mannasiðum, æfum okkur í að heilsast og kveðjast, borðsiðir æfðir, æfingar í forstofum og framkomuhæfni í kynjablöndun er líka gert hátt undir höfði. Raunveruleikatengd verkefni er alltaf gott að æfa. Kennari þarf ávalt að vera skýr í fyrirmælum svo börnin skilji vel hvað á að gera.

© 2016 - Karellen